Plötusnúður Íslands ræddi við Hugleik um allar þær kvikmyndir sem einhverju máli skipta.
Þjóðskáldið Gauti Þeyr Másson sækir Hulla heim í hlaðvarpshreiðrið og fer gaumgæfilega yfir smekk sinn hvað kvikmyndir varðar.
Kjuðakitlarinn, kátínuspreðarinn og spékoppasportarinn Sigtryggur Baldursson hlammaði sér í fangið á Hulla og fabúleraði eins og honum einum er lagið um kvikmyndir tilveru sinnar.
Leikstjórinn, höfundurinn og framleiðandinn Gagga Jóns settist í kitruna hans Hulla Dags og spekúleraði um eftirminnilegustu og athyglisverðustu kvikmyndirnar að sínu mati.